Alræðisstjórnin og öfgamaðurinn í Tyrklandi

Það er ekkert lýðræði í Tyrklandi lengur. Þar ríkir harðstjórn Erodgan sem hefur komið svo til öllum þeim sem hafa gagnrýnt hann í fangelsi eða lýst eftir þeim sem glæpamönnum eftir að hann sviðsetti valdarán gegn sér árið 2016. Ef að Bandaríkin snúa ekki upp á hendunar á honum, þá mun hann aldrei samþykkja aðild Svíþjóðar eða Finnlands.

Þetta lá ljóst fyrir frá upphafi. Þar sem Tyrkland er í raun bandalagsríki Rússlands en ekki ríkja í Evrópu undir stjórn Erdogans. Það hefur alltaf verið ljóst frá upphafi að þjónusta við þá sem stunda alræðisstjórnmál skilar ekki neinu og kröfur þeirra er aldrei hægt að uppfylla að neinu leiti.

Gervikosninganar í Maí 2023 í Tyrklandi eru bara sýning, þar sem Erdogan mun vinna örugglega og stjórnarandstaðan tapa með minna en 40% af töldum atkvæðum. Þetta verða ekki lýðræðislegar kosningar.

Tyrkjum væri best að losa sig við þennan mann, sem hefur eyðilagt lýðræðisríkið Tyrkland.

Það sama er að gerast í Ungverjalandi, þó með öðrum leiðum en í Tyrklandi.


mbl.is Gæti kostað Svíþjóð NATO-aðildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband