Færsluflokkur: Evrópumál

Bullið í Jóni Bjarnarsyni

Jón Bjarnarson, fyrrverandi ráðherra og núverandi bullari skrifar bull á blog.is síðuna sína hérna í gær.

Þar fullyrðir hann án þess að leggja fram nokkur gögn að allt gangi vel í Bretlandi eftir að þeir gengu úr Evrópusambandinu. Þetta er bull, samkvæmt fréttum af stöðu mála í Bretlandi. Þá er núna efnahagskreppa byrjuð í Bretlandi og efnahagur Bretlands hefur dregist saman stöðugt síðan Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Auk þess sem að önnur vandamál, sem tengjast úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eru stöðugt að koma fram og ástandið versnar stöðugt milli mánaða. Núverandi stjórnarflokkur í Bretlandi mun tapa næstu kosningum stórt.

Það er áhugavert hversu réttlætanlegt Jón Bjarnarson telur að það sé í lagi að ljúga að fólki og hann sér augljóslega ekkert að því að stunda slíkt. Þetta er einkennandi hjá andstæðingum Evrópusambandsins, þeir sjá ekkert vandamál við að ljúga að fólki til þess að ná fram markmiðum sínum.

Frétt Reuters um efnahgaskreppuna í Bretlandi.

UK economy falls into recession, adding to Sunak's election challenge


Alræðisstjórnin og öfgamaðurinn í Tyrklandi

Það er ekkert lýðræði í Tyrklandi lengur. Þar ríkir harðstjórn Erodgan sem hefur komið svo til öllum þeim sem hafa gagnrýnt hann í fangelsi eða lýst eftir þeim sem glæpamönnum eftir að hann sviðsetti valdarán gegn sér árið 2016. Ef að Bandaríkin snúa ekki upp á hendunar á honum, þá mun hann aldrei samþykkja aðild Svíþjóðar eða Finnlands.

Þetta lá ljóst fyrir frá upphafi. Þar sem Tyrkland er í raun bandalagsríki Rússlands en ekki ríkja í Evrópu undir stjórn Erdogans. Það hefur alltaf verið ljóst frá upphafi að þjónusta við þá sem stunda alræðisstjórnmál skilar ekki neinu og kröfur þeirra er aldrei hægt að uppfylla að neinu leiti.

Gervikosninganar í Maí 2023 í Tyrklandi eru bara sýning, þar sem Erdogan mun vinna örugglega og stjórnarandstaðan tapa með minna en 40% af töldum atkvæðum. Þetta verða ekki lýðræðislegar kosningar.

Tyrkjum væri best að losa sig við þennan mann, sem hefur eyðilagt lýðræðisríkið Tyrkland.

Það sama er að gerast í Ungverjalandi, þó með öðrum leiðum en í Tyrklandi.


mbl.is Gæti kostað Svíþjóð NATO-aðildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasistastjórn Póllands notar uppgerð mál til þess að halda völdum

Stjórnmálaflokkurinn PiS (Law and Justice)* í Póllandi er hægri öfgaflokkur sem komst til valda í Póllandi. Eins og alltaf hjá þessum hægri öfgaflokkum. Þá er þetta fólk vanhæft frá fyrsta degi og ekkert skiptir það máli nema völd og meiri völd. Þetta sést á því að Pólland hefur svipt konur réttinum til heilbrigðsþjónustu gegnum þungunarrof, þetta hefur nú þegar valdið dauða kvenna innan Póllands. Síðan hefur þetta fólk einnig sett lög gegn samkynheigðum og LGBTQ fólki.

Öll mál varðandi seinni heimsstyrjöldina voru frágengin í kringum 1960 en þá var Pólland reyndar undir hersetu Rússlands og var það alveg til ársins 1990 þegar Sovétríkin féllu. Sú söguskýring sem er notuð til þess að réttlæta þessa kröfur stenst enga skoðun og hefur aldrei gert það. Pólland ætti ef eitthvað að gera kröfur á Rússland en hefur að því virðist minni áhuga á slíku, þar sem það eru aðeins liðin 32 ár síðan Pólland varð laust undan oki Rússlands og Sovétríkjanna.

'Þetta nafn er rangnefni eins og oft er tilfellið með hægri fasistaflokka. Það eru engin lög og ekkert réttlæti að finna hjá þessum stjórnmálaflokki. Þessi stjórnmálaflokkur eins og fleiri af hans gerð eru skrímsli og það er mjög erfitt að losna við fasista þegar þeir eru komnir til valda.


mbl.is Stríðsskaðabætur frá Þjóðverjum tímabærar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband