Færsluflokkur: Fjármál

Villigötur Seðlabankastjóra

Það er ekki í boði, ef á að gera hagkerfið stöðugt að viðhalda hringrás verðtryggðra lána eins Það og gert hefur verið undanfarna áratugi á Íslandi. Allt kerfið verður að vera í óverðtryggðum lánum.

Það er framundan á Íslandi gjaldþrotahrina fólks sem er með verðtryggð húsnæðislán vegna stöðugra hækkana á þeim lánum í þeirri verðbólgu sem er núna á Íslandi. Þó svo að vaxtastig og afborganir á óverðtryggðum lánum virðist vera vandamál, þá er það almennt minna vandamál en ætla mætti. Þar sem laun hækka að einhverju leiti hraðar af vaxtahækkanir og afborganir af óverðtryggðum lánum. Verðtryggð lán og hækkanir á þeim halda hinsvegar i við hækkanir á launum og við verðbólgu, búa til umhverfi þar sem fólk getur ekki minnkað greiðsluálagið á þessi verðtryggðu lán hjá sér.

Seðlabankastjóri hefur rangt fyrir sér og það kemur mér ekkert á óvart. Verðtryggð húsnæðislán eru bölvun íslenska hagkerfisins og voru upphaflega sett til þess að leysa vandamál í óðaverðbólgu í kringum árin 1970 til 1982. Núna eru liðin 50 ár og íslendingar eru ennþá með verðtryggðu lánin og hagkerfi sem hrynur reglulega með fjöldagjaldþrotum fólks vegna þessara sömu verðtryggðu lána.

Verðtryggð lán virka aðeins í hagkerfi þar sem laun eru einnig verðtryggð.

Mitt ráð er að fólk taki ekki verðtryggð lán undir neinum kringumstæðum. Þurfi fólk að taka verðtryggt lán, þá er skásti kosturinn af öllum slæmum að taka blandað lán þar sem hluti er verðtryggt lán og síðan restin óverðtryggt lán. Síðan endurfjármagna yfir í óverðtryggt lán um leið og hægt er.


mbl.is Úrslitastund fyrir óverðtryggð lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband