Hægri fasistar eru hræddir við gagnrýni

Ég skrifaði inn athugasemd hjá Jóni Magnússyni, sem er hérna á blog.is. Þessi athugasemd þarf hans samþykki áður en hún er birt. Það kemur ekki á óvart að þessi öfga hægri maður krefjist þess að aðeins athugasemdir sem hann samþykkir komi inn. Þannig er hægt að takmarka umræðuna við það sem hann vill og þagga niður í gagnrýni á hans málflutning.

Svona menn eiga ekki að sinna störfum sem lögmenn, dómarar eða nokkurt annað embætti sem fer með völd. Þeir eru vanhæfir vegna þeirrar hatursfullu skoðana sem svona fólk setur fram um fólk sem er varnarlaust, eignarlaust og án nokkura peninga til þess að geta varið sig fyrir svona árásum eins og þeim sem Jón Magnússon stundar á þessum hópi fólks sem kemur til Íslands í von um betra líf.

Athugasemd-blog.is-Jón-Magnússon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ætla ég að koma Jóni Magnússyni til varnar, en það er alveg hægt að koma athugasemdum á framfæri án þess að vera með skæting. Skammarlegt orðbragð gefur betri lýsingu á þeim sem það notar heldur en þeim sem það er beint til.

Í hans sporum hefði ég birt athugasemd þína, en kannski hefur hann einmitt ekki birt hana af tillitssemi við þig.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.11.2022 kl. 16:08

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Frasinn "contradiction in terms" kemur upp í hugann.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2022 kl. 16:37

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef skrifað margar athugsemdir hjá Jóni Magnússyni og það hefur aldrei klikkað að þær hafi verið birtar og hann hefur svarað öllu á mjög málefnalegan hátt.  Þetta blogg þitt er þér til mikillar minnkunar, enda kannski ekki við öðru að búast af þinni hálfu......

Jóhann Elíasson, 30.11.2022 kl. 20:04

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er gott að þú skulir tjá þig um þetta hér Jón Frímann, því umræður verða fróðlegastar og skemmtilegastar þegar andstæð sjónarmið eru tjáð.  Skoðanasystkini þín ráða ríkjum á DV og nota orðbragð sem lýsir ekki mikilli manngæzku. Ég vona að þú viljir vera málefnalegri. Ég skil Jón Magnússon, hann vill ekki skítkast á síðunni sinni og hann fjallar um viðkvæm mál.

En þú segir í óbirtu skilaboðunum til hans "Þið vonda fólkið látið þjáningu annara ykkur engu skipta. Sagan mun  dæma ykkur hart þegar heimurinn kemst yfir þetta tímabil sem hann er í núna."

Ef maður brýtur þessar setningar þínar niður í rökréttar einingar og reynir að athuga hvað er hæft í þeim gæti þetta komið út:

A) "Þið vonda fólkið..." Maður þarf ekki að fara lengra en hingað til að athuga innræti og vitsmunalíf þess sem skrifar. Sá sem skrifar svona skiptir heiminum í tvær fylkingar, vont fólk og gott fólk, svarthvít heimsmynd. Það er nú almennt talið og líka af sérfræðingum að þeir sem fordæma náungann og skipta heiminum í svarthvítt, vont og gott séu ekki fullir af náungakærleika og geti gert eitthvað á hlut annarra eins og það fólk sem þú kallar vonda fólkið. Þetta lýsir auk þess ekki miklum þroska, og ég held að þú sért ágætlega vel gefinn miðað við sumt annað eftir þig. Þetta eru frasar sem eru innantómir, fjölmiðlafrasar til þess eins að afvegaleiða umræðu og kúga rökvíst fólk sem vill stjórn á landamærum og aðstæðum.

B) ...látið þjáningu annara ykkur engu skipta". Hvernig veizt þú hvaða lífi fólk lifir sem hefur aðrar skoðanir en þú? Hvernig geturðu fullyrt að allir séu eins sem eru sammála um stjórn á landamærum og sem vilja fylgja annaðhvort hóflegum innflutningi eins og nágrannalöndin eða jafnvel styðja algera einangrunarstefnu? Þessir "aðrir" sem þú nefnir eru svo til allir, því alls staðar er eymdin. Í öllum fjölskyldum er einhver eymd, og ég held að sá maður finnist varla sem er ónæmur fyrir þjáningum annarra. 

C) "Sagan mun dæma ykkur hart þegar heimurinn kemst yfir þetta tímabil sem hann er í núna." Hvaða tímabil er það? Úkraínustríðið? Það er almenn samstaða að taka á móti eins mörgum Úkraínumönnum og yfirvöld telja mögulegt. Þetta fólk sem þú kallar vont er ekki að stjórna Katrínu forsætisráðherra eða ríkisstjórninni. 

Þvert á móti er engin rökrétt framtíðarsýnin í því sem þið "einfalda fólkið" viljið (ég neita að kalla ykkur "góða fólkið", það er bara kjánalegt). 

Nei það er engin rökrétt framtíðarsýn í því sem þið viljið. Í fyrsta lagi, ef landamæri væru alveg opin á þessu landi væri þjóðin orðin gjaldþrota í fyrsta lagi, í öðru lagi hefði hitaveitan ekki undan, í þriðja lagi skorti húsnæði og þannig mætti lengi telja. 

Sagan mun þvert á móti dæma ykkur einfalda fólkið hart. Það eruð þið sem hafið komið af stað hamfarahlýnun og mengun með því að leyfa ekki fátækum þjóðum að lifa samkvæmt lífskjörum sem tíðkuðust í gegnum söguna, án iðnvæðingar og tækniþróunar. Allt líf mannkynsins er í hættu þessvegna. 

Stóra spurningin sem stendur eftir er þessi: Eruð þið "góða fólkið" með svona stór hjörtu eða eruð þið að þykjast vera betri en aðrir með dyggðaflöggun? Hafið þið aðstöðu til að taka sjálf á móti flóttamönnum, vilja eða áhuga?

Ingólfur Sigurðsson, 30.11.2022 kl. 22:06

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag, ég er sammála kollega mína hér um að þú hefðir mátt vanda orðalag þitt í athugasemd þinni við Jón.  Það hefur sjaldan gefið góða raun að kalla menn lygara og fasista, það slekkur á alla umræðu um leið og skil ég vel að hann hafi ekki birt athugasemd þína.

Birgir Loftsson, 3.12.2022 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband